Vinnsla umsókna og greiðslna getur seinkað vegna uppfærslu á Mínum síðum

Nú stendur yfir innleiðing hjá Eflingu á nýju og betra félagakerfi og Mínum síðum. Nýjar og endurbættar Mínar síður verða notendavænar og aðgengilegar með öllum helstu þjónustuþáttum Eflingar. Nýja kerfið mun einnig hraða á afgreiðslu- og svartíma erinda sem berast Eflingu. Mun það skila sér í betri þjónustu við félagsfólk á þeim tíma og miðli sem hentar hverjum og einum.  

Yfirfærsla á gögnum frá gamla kerfinu og yfir í hið nýja tekur óhjákvæmlega nokkra daga. Af þessu leiðir að ekki verður hægt að skrá greiðslur í umsóknum á Mínum síðum og einhverjir gætu lent í því að geta ekki sótt um umsóknir eins og stendur.

Verið er að vinna að því að hraða yfirfærslunni eins og kostur er og búist er við því að félagar muni fá aðgengi að öllum sínum upplýsingum á nýjum Mínum síðum fljótlega eftir helgi.

Starfsfólk Eflingar þakkar biðlundina og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.