Tillaga uppstillingarnefndar um skipun í stjórn Eflingar samþykkt á fundi Trúnaðarráðs

Trúnaðarráð Eflingar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum 8. febrúar tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun í stjórn félagsins fyrir kjörtímabilið 2024 til 2026, sem nú er til kjörs skv. 10. gr. laga Eflingar.   

Um er að ræða formann félagsins, gjaldkera ásamt sex meðstjórnendum auk tveggja skoðunarmanna reikninga ásamt einum varamanni.

Listi trúnaðarráðs og uppstillingarnefndar er eftirfarandi.

Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir
Gjaldkeri: Michael Bragi Whalley

Meðstjórnendur:
Guðbjörg María Jósepsdóttir
Innocentia Fiati Friðgeirsson
Kolbrún Valvesdóttir
Olga Leonsdóttir
Rögnvaldur Ómar Reynisson
Sæþór Benjamín Randalsson

Skoðunarmenn reikninga:

Aðalmenn:
Alexa Tracia Patrizi
Valtýr Björn Thors

Varamaður:
Bozena Bronislawa Raczkowska

Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12:00 mánudaginn 19. febrúar. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna.