Nýr kjarasamningur kynntur á þriðjudag – Félagar hvattir til að mæta

Efling mun kynna nýja kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins á félagsfundi næstkomandi þriðjudag, 12. mars. Eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á fundinn en skráningarform má finna á þessari vefslóð. 

Kjarasamningar voru undirritaður í gær og, samþykki félagsfólk þá í atkvæðagreiðslu, munu færa félagsfólki Eflingar verulegan ávinning næstu ár, en samningarnir eru til fjögurra ára. Í tengslum við samningana hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að standa að aðgerðum sem munu færa launafólki kjarabætur, og sömuleiðis auka stöðugleika, draga úr verðbólgu og lækka vaxtastig. Ekkert af þessu hefði orðið að raunveruleika nema fyrir tilstilli óbilandi stuðnings og baráttuþreks Eflingarfélaga. Fyrir það ber að þakka. 

Sem fyrr segir verður fundurinn haldinn næstkomandi þriðjudag, í Félagsheimili Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1. Hefst hann klukkan 18:00 en húsið verður opnað klukkan 17:30. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki í anddyri. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýrir fundinum sem verður túlkaður milli ensku og íslensku á skjá.