1. maí kröfuganga og fjölskylduskemmtun Eflingar

30. 04, 2024

Kröfuganga:

Efling stéttarfélag hvetur félagsfólk til að fjölmenna í kröfugöngu  1. maí og taka alla fjölskylduna með. Safnast verður saman fyrir gönguna kl. 13:00 á Skólavörðuholti. Gangan leggur af stað kl. 13:30. Gengið verður  niður á Ingólfstorg þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. 

Fjölskylduhátíð Eflingar í Kolaportinu 

Á milli klukkan 15:00 og 17:00, strax að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi, hefst fjölskylduhátíð Eflingar í Kolaportinu. 

Í boði verður:

  • Pulsuvagn, hamborgaravagn 🌭🍔
  • ísvagn 🍧
  • Kandífloss og popp 🍭🍿
  • Kaffi og kökur ☕ 🍰
  • Lúðrasveit kemur og spilar
  • Blöðrulistamaður verður á staðnum
  • Börn geta fengið andlitsmálningu
  • Sirkus bregður á leik 🎪🤡
  • …og fleira!

Miðinn kostar aðeins 500 kr og allt er innifalið í verði. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða. Félagsfólk getur keypt miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum.

Athugið að hafa tilbúna kvittun fyrir miðakaupum við inngang hússins.

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á Mínum síðum.

Leiðbeiningar fyrir vefverslun Eflingar

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá 1. maí kröfugöngunni og fjölskylduskemmtun Eflingar í fyrra:

Gleðilegan baráttudag verkalýðsins, 1. maí.