Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við NPA miðstöðina

Búið er að undirrita nýjan kjarasamning milli Eflingar stéttarfélags og NPA miðstöðvarinnar sem við á um aðstoðarfólk fatlaðs fólks í NPA.

Í kjarasamningnum er um að ræða sams konar hækkanir á launatöflum og í kjarasamningi Eflingar við SA, enda tekur þessi samningur mið af kjarasamningi Eflingar við SA.

Athygli er vakin á að ekki er tekið sérstaklega fram hækkun á orlofi og öðru sem náðist í kjarasamningi Eflingar við SA. Enda tekur þessi samningur mið af samningi Eflingar og SA á þeim liðum sem ekki eru sérstaklega tilgreindir í samningnum.

Hér fyrir neðan má sjá nýundirritaða kjarasamninga milli Eflingar og NPA:

Atkvæðagreiðsla um kjarasamningurinn er hafin og mun standa yfir til kl. 12 á hádegi mánudaginn 20. maí

Atkvæðisrétt á það félagsfólk sem vinnur eftir framangreindum kjarasamningum á félagssvæði Eflingar. Sé félagsmaður ekki á kjörskrá en telur sig eiga að vera á henni er hann beðinn að senda tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is með afriti af síðasta launaseðli eða ráðningarsamningi. Verði kjarasamningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.