Stjórn Eflingar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær samstöðuyfirlýsingu til stuðnings félögum sínum í Færeyjum, sem staðið hafa í hörðum verkfallsaðgerðum frá 11. maí síðastliðnum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum þar í landi og hafa engir samningafundir farið þar fram frá því að verkföll hófust. Yfirlýsingin var í dag send til Føroya arbeiðarafelags, Havnar arbeiðarafelags, Klaksvíkar arbeiðskvinnufelags og Klaksvíkar arbeiðsmannafelags með baráttukveðjum.
Stjórn Eflingar – stéttarfélags lýsir yfir stuðningi við þau stéttarfélag í Færeyjum sem að nú eiga í verkföllum. Stjórn skorar á þarlenda atvinnurekendur að mæta kröfum þeirra sem að lagt hafa niður störf samstundis.