Eflingarfólk styður félaga sína í Færeyjum

31. 05, 2024
Félagskonur úr Klaksvíkar arbeiðskvinnufelagi við verkfallsvörslu síðastliðinn miðvikudag. [Mynd: Facebook-síða Klaksvíkar arbeiðskvinnufelags]

Stjórn Eflingar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær samstöðuyfirlýsingu til stuðnings félögum sínum í Færeyjum, sem staðið hafa í hörðum verkfallsaðgerðum frá 11. maí síðastliðnum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum þar í landi og hafa engir samningafundir farið þar fram frá því að verkföll hófust. Yfirlýsingin var í dag send til Føroya arbeiðara­felags, Havn­ar arbeiðara­felags, Klaks­vík­ar arbeiðskvinnu­felags og Klaks­vík­ar arbeiðsmanna­felags með baráttukveðjum. 

Stjórn Eflingar – stéttarfélags lýsir yfir stuðningi við þau stéttarfélag í Færeyjum sem að nú eiga í verkföllum. Stjórn skorar á þarlenda atvinnurekendur að mæta kröfum þeirra sem að lagt hafa niður störf samstundis.