Ljósmyndasamkeppni Eflingar 2024

Árlega efnir Efling til ljósmyndasamkeppni á meðal félagsfólks. Myndirnar eiga að endurspegla frí innanlands og því er tilvalið að nýta sumarbústaðaferðina til myndatöku. Verðlaun fyrir fyrsta sætið er 50.000 kr gjafakort og verðlaun fyrir annað sætið er 25.000 kr gjafakort.

Myndirnar skulu vera í góðum gæðum og ekki er heimilt að senda fleiri en þrjár myndir frá hverjum keppanda.

Skila þarf myndinni ásamt upplýsingum um nafn og símanúmer í tölvupósti á netfangið efling@efling.is með viðfangsefninu Ljósmyndasamkeppni. Athugið að ljósmyndasamkeppnin er aðeins ætluð félagsfólki Eflingar.
Síðasti skilafrestur er 30. ágúst 2024.

Dómnefnd mun tilkynna um vinningshafa 13. september.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmyndina frá því í fyrra eftir Piotr Miazga fyrir mynd sína af fjölskyldu í nestisferð.