Orlofsuppbót hjá ríki, hjúkrunarheimilum og Reykjavíkurborg.

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní ár hvert.

Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí  – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.

Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.

Uppbótin er:


Á árinu 2021 – 52.000 kr.
Á árinu 2022 – 53.000 kr.
Á árinu 2023 – 56.000 kr.