Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við NPA miðstöðina

Búið er að undirrita nýjan kjarasamning milli Eflingar stéttarfélags og NPA miðstöðvarinnar sem við á um aðstoðarfólk fatlaðs fólks í NPA.

Í kjarasamningnum er um að ræða sams konar hækkanir á launatöflum og í kjarasamningi Eflingar við SA, enda tekur þessi samningur mið af kjarasamningi Eflingar við SA.

Athygli er vakin á að ekki er tekið sérstaklega fram hækkun á orlofi og öðru sem náðist í kjarasamningi Eflingar við SA. Enda tekur þessi samningur mið af samningi Eflingar og SA á þeim liðum sem ekki eru sérstaklega tilgreindir í samningnum.

Hér fyrir neðan má sjá nýundirritaða kjarasamninga milli Eflingar og NPA:

Atkvæðagreiðsla um kjarasamningurinn er hafin og mun standa yfir til kl. 12 á hádegi mánudaginn 20. maí

Atkvæðisrétt á það félagsfólk sem vinnur eftir framangreindum kjarasamningum á félagssvæði Eflingar. Sé félagsmaður ekki á kjörskrá en telur sig eiga að vera á henni er hann beðinn að senda tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is með afriti af síðasta launaseðli eða ráðningarsamningi. Verði kjarasamningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við NPA miðstöðina

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina hófst klukkan 12 á hádegi, 15. maí. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir til klukkan 12 á hádegi föstudaginn 19. maí.  

Atkvæðagreiðsla er rafræn og þarf félagsfólk að nota rafræn skilríki til að greiða atkvæði.

Atkvæðisrétt hafa allir Eflingarfélagar sem starfa hjá NPA miðstöðinni undir samningi félagsins.

Sé félagsmaður ekki á kjörskrá en telur sig eiga að vera á henni er hann beðinn að senda tölvupóst á netfangið felagsmal@efling.is með afriti af síðasta launaseðli eða ráðningarsamningi. 

Kynningarefni

Efling – stéttarfélag og SGS undirrituðu í síðustu viku kjarasamning við NPA miðstöðina. Einu breytingarnar sem gerðar voru frá fyrri samningi eru hækkun launa. Er hækkun launa sú sama og kom á almenna markaðnum.

Mánaðarlaun þeirra sem eru að byrja hækka um 40.256 kr á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í eitt ár hækka um 42.201 kr á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í þrjú ár hækka um 46.406 kr. á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera 5 ár eða lengur hækka um 52.963 kr á mánuði.

Eins hækkar vaktaálag á stórhátíðardaga og verður greinin í kjarasamningnum sem hér segir: „Vinna á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní, aðfangadag eftir kl. 12:00, jóladag og gamlársdag eftir kl. 12:00 greiðist með 120% álagi, þó þannig að frá kl. 16:00 – 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 165,00% álag.“ Þetta þýðir að vaktaálagið hækkaði úr 90% í 120% og úr 120% í 165%.

Frumtexti samningsins á íslensku.

Sérkjarasamningur um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma.