Einstaklingsstyrkir Starfsafl

Upphæð endurgreiðslu

Hámarksstyrkur á ári fyrir alla styrki (nám og námskeið) er 100.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Hámarksstyrkur á ári fyrir tómstundastyrki er 30.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Aldrei er greitt meira en 75% af námskeiðskostnaði. Bókakostnaður, kostnaður v/ prófa og skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd.

Félagsmenn sem hafa greitt samfellt til félagsins sl. 3 ár og ekki nýtt sér rétt sinn til styrks geta átt rétt á styrk allt að 300.000 kr.  fyrir eitt samfellt starfstengt nám samkvæmt nánari reglum sjóðsins.

Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna og greitt er fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.

Undantekningar frá almennum reglum:

Undantekningar frá almennum reglum:

Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.

Ferðastyrkur

Þegar félagsmaður ferðast erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, getur hann sótt um ferðastyrk.

• Styrkurinn er eingöngu vegna flugs (ekki rútu, leigubíla eða annars).

• Hámarksferðakostnaður er kr. 40.000,- á ári en að hámarki 50% af reikningi.

• Með umsókn þarf að fylgja með staðfesting á námi, námskeiði eða ráðstefnu, sem sótt er og greitt er fyrir af félagsmanni.

• Ferðakostnaður telst til einstaklingsstyrks og fellur undir reglur þar um.Í því felst að hámarksgreiðsla á ári er kr. 100.000,- fyrir starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu og kostnað vegna ferðar samanlagt.

Að öðru leyti gilda reglur um einstaklingsstyrki og skil á gögnum.

Reglan er afturvirk og er vegna reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2018.  Allar umsóknir sem bárust frá þeim tíma til dagsins í dag verða því leiðréttar þar sem það á við.

Til að fá styrk:

Þarf félagsmaður að hafa greitt í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og að hafa verið félagsmaður þegar nám var greitt. Félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna.

 

Með umsókn skal skila:

Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Úthlutunarreglur Starfsafls

1. Félagsmaður sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.

2.Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.

3.Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings á skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

4.Áunnin réttindi félagsmanna innan Starfsafls og/eða Landsmenntar eða VR haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli sjóða, samkvæmt nánari reglum.

5.Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttindi hans niður.

6.Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.

7.Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere