Einstaklingsstyrkir Starfsafl

Upphæð endurgreiðslu

Hámarksstyrkur á ári fyrir alla styrki (nám og námskeið) er 75.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Hámarksstyrkur á ári fyrir tómstundastyrki er 20.000 kr. ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12. mánuði.

Aldrei er greitt meira en 75% af námskeiðskostnaði. Bókakostnaður, kostnaður v/ prófa og skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd.

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að 225.000 kr.  fyrir eitt samfellt starfstengt nám samkvæmt nánari reglum sjóðsins.

Áréttað er að félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna og greitt er fyrir nám/námskeið sem hófst á meðan umsækjandi greiddi til félagsins.

Undantekningar frá almennum reglum:

Undantekningar frá almennum reglum:

Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.

Félagsmenn eiga rétt á styrk vegna meiraprófs allt að 100.000 kr.

Til að fá styrk:

Þarf félagsmaður að hafa greitt í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og að hafa verið félagsmaður þegar nám var greitt. Félagsmaður hefur 3 mánuði til að skila inn umsókn eftir að hann hættir að vinna.

 

Með umsókn skal skila:

Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

Úthlutunarreglur Starfsafls

1. Félagsmaður sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.

2.Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.

3.Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings á skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

4.Áunnin réttindi félagsmanna innan Starfsafls og/eða Landsmenntar eða VR haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli sjóða, samkvæmt nánari reglum.

5.Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttindi hans niður.

6.Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.

7.Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.