Gistiafslættir innanlands

Gistiafslættir innanlands

Með niðurgreiðslu á gistingu innanlands er verið að mæta óskum þeirra félagsmanna sem ekki nýta orlofshúsin en kaupa sér gistingu á ferðalögum innanlands.

Framkvæmdin er þannig að framvísi félagsmaður löglegum reikningi með nafni sínu og kennitölu frá viðurkenndum þjónustuaðila, niðurgreiðir félagið helming reiknings, þó að hámarki 10.000.- kr.

Með löglegum reikningi er átt við að viðskiptin þurfa að vera við aðila sem selja þessa þjónustu og gefa út reikninga sem uppfylla öll skilyrði opinberra aðila.

Gildir þetta um alla gistingu og einnig pakkaferðir innanlands sem innifela gistingu.

Nær þetta einnig yfir leigu á ferðavögnum með sömu skilmálum.

Athugið þó að afsláttur gildir ekki vegna orlofshúsa Eflingar né annarra stéttarfélaga.

Hver félagsmaður getur einungis nýtt sér einn ferðastyrk á ári. 

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:
• Félagsmenn hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
• Félagsmenn sem eru komnir á lífeyrir eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) og eiga tiltekinn punktafjölda
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere