Kæri félagsmaður,
Takk fyrir að bóka tíma.
Hver viðtalstími er að hámarki 20 mínútur. Ætlast er til að félagsmenn komi einir en mega hafa einn aðila með sér til stuðnings eða túlkunar. Tilgangur tímans er til að fara yfir þau gögn sem fylgja málinu og meta málið.
Mikilvægt er að skila gögnum sem varðar málið áður en þú mætir í viðtal. Skila má gögnum með að senda á vinnurettindi@efling.is og skrifa að þetta sé vegna bókaðs tíma hjá vinnuréttindum og tilgreina hvenær tíminn er.
Ef engin gögn hafa borist og ekki er mætt með gögn í tímann þá er ómögulegt að meta málið og fundinn verður nýr tími.
Gögnin sem þarf að skila eru eftirfarandi:
1. Ráðningarsamningur (ef hann er til)– sá ráðningarsamningur sem er í gildi.
2. Launaseðla sl. 6 mánaða eða fyrir það tímabil sem um ræðir.
3. Bankayfirlit yfir greiðslur frá atvinnurekanda.
4. Staðgreiðsluskrá frá skattyfirvöldum.
5. Tímaskráningar fyrir tíma sem unnin var á því tímabili sem um ræðir.
6. Samskipti við atvinnurekanda.
7. Uppsagnarbréf, ef við á.
8. Læknisvottorð, ef við á.
Leiðbeiningar um öflun gagna má finna hér