Kjarasamningur við Reykjavíkurborg 

Kynningarfundur

Efling – stéttarfélag boðar til kynningarfundar meðal félagsfólks sem starfar hjá Reykjavíkurborg um efni nýs kjarasamnings sem samninganefnd undirritaði þann 1. apríl. 

  • Tími: Miðvikudagur 5. apríl klukkan 17:00 
  • Staður: Félagsheimili Eflingar, 4. hæð Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík. 

Á dagskrá er ávarp frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og glærukynning á efni kjarasamningsins. Tími verður gefinn fyrir spurningar og svör. 

Allt félagsfólk Eflingar sem starfar hjá Reykjavíkur er hvatt til að koma á fundinn. Húsið opnar 16:45 og verða drykkir og kaffiveitingar á boðstólnum. Textatúlkun verður á skjá milli ensku og íslensku. 

Að loknum kynningarfundi verður kynningarefni um saminginn gert aðgengilegt á vefsíðu Eflingar á íslensku og ensku (sjá neðar á þessari síðu). 

Atkvæðagreiðsla 

Líkt og gildir um alla kjarasamninga krefst gildistaka samningsins samþykkis félagsfólks í atkvæðagreiðslu. 

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst klukkan 12 á hádegi þann 11. apríl sem er þriðjudagurinn eftir páska. Stendur atkvæðagreiðslan í þrjá sólarhringa eða til klukkan 12 á hádegi föstudaginn 14. apríl.  

Tilkynna þarf niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar til Reykjavíkurborgar eigi síðar en klukkan 16 þann sama dag. 

Atkvæðagreiðsla verður rafræn og þarf félagsfólk að nota rafræn skilríki til að greiða atkvæði. Tengill verður sendur í tölvupósti og sms og deilt á vef Eflingar. 

Atkvæðisrétt hafa allir Eflingarfélagar sem starfa hjá Reykjavíkurborg undir samningi félagsins. 

Sé félagsmaður ekki á kjörskrá en telur sig eiga að vera á henni er hann beðinn að senda tölvupóst á netfangið efling@efling.is með afriti af síðasta launaseðli eða ráðningarsamningi. 

Kynningarefni 

Frumtexti samningsins á íslensku

English translation of the collective agreement