Námið er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, eiga að baki stutta skólagöngu og vinna á leikskólum. Á fagnámskeiðunum er bæði lögð áhersla á námsþætti sem styrkja persónulega og almenna færni t.d. sjálfstyrkingu og samskipti, námstækni, færnimöppu og tölvur og svo námsþætti eins og uppeldi leikskólabarna, þroska og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, námskrá leikskóla, fjölmenningarlegan leikskóla og fleira.
Fagnámskeiðin eru undanfari náms í leikskólaliðabrú.
Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem starfa í leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Námskeiðin eru kennd á íslensku.
Skráning
Skráning fer fram á vefnum. Sjá næstu námskeið sem eru á dagskrá hér að neðan. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spurningum um umsóknarferlið.
Kolbrún Ólína Diego:
„Námskeiðið var mjög fróðlegt og svo margt sem við lærðum sem mér fannst mjög skemmtilegt. Slysavarnanámskeiðið er til dæmis frábært, ég lærði ótrúlega mikið þar. Það er líka áhgavert að læra um alls kyns stefnur í uppeldi og svo heimsóttum við líka aðra leikskóla. Maður lærir svo mikið af því að sjá hvernig aðrir gera hlutina. Ég ákvað að halda áfram og fara í leikskólaliðann.“
Anna Radyszkiewicz:
„Mér fannst mjög gaman í náminu og ég lærði mjög mikið. Ég kynntist frábæru fólki sem vinnur við það sama og ég og kennararnir voru líka mjög góðir. Mér fannst sérstaklega áhugavert að læra um tvítyngd börn og hvernig við á leiksskólanum getum styrkt þau og hjálpað þeim að fóta sig í leikskólanum. Ég byrja að vinna aftur á morgun eftir sumarfrí og hlakka til að nýta allt sem ég hef lært úr náminu.“