Orlofshús

Brekkuskógur í Bláskógarbyggð

Suðurland – Allt árið

  • Ein vika31.000 kr
  • Ein helgi 21.500 kr
  • Komutími 16:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

3 hús 94m2 3 herbergi 7 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Uppþvottavél
  • Þvottavél
  • Heitur pottur

Lýsing

Um þrjú hús er að ræða, á Nónhólsbraut 1 og 3 og Heiðarbraut 2. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi, tvö herbergi með hjónarúmi með svefnsófa í öðru. Þriðja herbergið er með 140 cm rúmi og einbreiðum svefnsófa. Stofa og eldhús sameiginlegt rými og borðstofu. Baðherbergi með sturtu og þvottavél. Svefnpláss er fyrir níu. Sængur og koddar eru fyrir tíu manns. Allur helsti útbúnaður fylgir þ.e. sjónvarp, útvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar

www.blaskogabyggd.is

Leiga

Vikuverð 31.000 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 21.500 kr.

Annað

Brekkuskógur er kjarri vaxið svæði og einstaklega fallegt þar allt um kring. Ef keyrt er upp fyrir orlofsbyggðina eru skemmtilegar gönguslóðir og er sérstaklega gaman að labba upp að Brúarfossá. Stutt er að fara á Laugarvatn þar sem hægt er að sækja þjónustu, t.d. verslanir, sundlaug, gufubað o.fl. Einnig er stutt að fara um allt Suðurland þar sem margar náttúruperlur  landsins er að finna, t.d. Gullfoss og Geysir.

Ef keyrt er frá Reykjavík og um Lyngdalsheiði gegnum Laugarvatn er þetta ca. 1 klst. og 15 mín. akstur en ef farið er um Grímsnes og Grafningshrepp er þetta um 1 ½ klst. akstur. Fólk er beðið um að kanna færð og ástand vega áður en farið er af stað.

Skoða á google maps: