Sjúkrasjóður og styrkir

Undir sjúkrasjóð fellur einnig Fjölskyldu- og styrktarsjóður.

Sjúkrasjóðurinn er félagslegur samtryggingasjóður sjóðfélaga. Markmið sjóðsins er að styrkja sjóðfélaga er missa vinnutekjur eða ígildi þeirra vegna sjúkdóma eða slysa með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og sjúkdómstilfellum.  Ennfremur að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum er snerta öryggi og heilsufar sjóðfélaga.