Umsókn
Líkamsræktarstyrkur
Sækja um
Smelltu á hnappinn til að sækja um á Mínum síðum.
Lýsing
Greitt er allt að kr. 23.000.- á hverjum 12 mánuðum, þó að hámarki 50% af kostnaði.
Líkamsrækt, íþróttir, sund, dans o.fl. Stöðin, skólinn eða félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf og hafi á að skipa viðurkenndum íþróttakennurum eða leiðbeinendum. Hægt er að nota styrkinn vegna kaupa á reiðhjóli.
Skilyrði
- Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
- Að vera í starfi og að verið sé að greiða iðgjald til Eflingar þegar sótt er um styrk. Þó má sækja um í allt að þrjá mánuði eftir að félagsmaður hættir að greiða ef kvittun tekur til tímabils sem hann greiddi til Eflingar.
- Þeir sem verið hafa félagsmenn í Eflingu í a.m.k. 5 ár samfellt áður en þeir hættu vegna aldurs eða örorku, eiga rétt á styrkjum í allt að 24 mánuði eftir starfslok.
- Styrkupphæðir á heimasíðu miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum. Þeir sem eru í hlutastarfi og greiða lægra félagsgjald fá greitt miðað við hlutfall af þeirri upphæð.
- Réttur til styrkja fellur niður sé umsókn ekki skilað til sjóðsins innan 12 mánaða frá því réttur stofnast.
- Með umsókn skal skila frumriti reiknings þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skil til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá útgefanda reiknings.
Skila þarf umsóknum í síðasta lagi 20. hvers mánaðar til að vera öruggur með að fá greitt mánaðamótin á eftir. Ef 20. lendir á helgi þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi á föstudegi þar á undan. Umsóknir sem berast á milli 21. og 31. hvers mánaðar eru greiddar út í kringum 10. næsta mánaðar.
Ath. sérstakur umsóknarfrestur er í desember.