Faghópar

Innan Eflingar starfa faghópar einstakra starfsgreina.

Faghópur félagsliða

Faghópur félagsliða var stofnaður í maí 2005.  Faghópurinn er opinn öllum þeim sem hafa lokið eða eru í námi félagsliða  og eru starfandi eftir kjarasamningum Eflingar-stéttarfélags.

Faghópur leikskólaliða

Faghópur leikskólaliða var stofnaður í maí 2008.  Faghópurinn er opinn öllum þeim sem hafa lokið eða eru í námi leikskólaliða  og eru starfandi eftir kjarasamningum Eflingar-stéttarfélags.