Faghópur leikskólaliða

Faghópur leikskólaliða var stofnaður í maí 2008.  Faghópurinn er opinn öllum þeim sem hafa lokið eða eru í námi leikskólaliða  og eru starfandi eftir kjarasamningum Eflingar-stéttarfélags. Fundir eru haldnir a.m.k. tvisvar á ári, ársfundir á vorin og fræðslufundir á haustin.

Leikskólaliðar innan Eflingar-stéttarfélags eru nú um 150 manns og tæplega 50 eru í leikskólaliðanámi. Stærsti hópurinn starfar á leikskólum Reykjavíkurborgar en einnig starfar þó nokkuð stór hópur hjá einkareknum leikskólum. Flestir leikskólaliðar Eflingar hafa útskrifast frá Mími símenntun en einnig hefur ákveðinn hópur útskrifast úr Borgarholtsskóla. Þá býður Mímir í samvinnu við Eflingu, framhaldsnám um börn með sérþarfir.

Stjórn

Sigurrós Kristinsdóttir

Związek zawodowy Efling
sigurros@efling.is

Aðalbjörg J. Jóhannesdóttir

Leikskólinn Holt
abbajonna@gmail.com

Hólmfríður V. Sævarsdóttir

Leikskólinn Seljakot
holmfridurvs@gmail.com

Margrét Ósk Hjartardóttir

Leikskólinn Holt
maggaoh@gmail.com

S. Eygló Hafsteinsdóttir

Leikskólinn Klettaborg
eyglo62@gmail.com

Lög

1. gr.

Faghópur leikskólaliða er starfandi innan Eflingar-stéttarfélags. Faghópurinn er opinn öllum þeim sem lokið hafa námi leikskólaliða og eru starfandi eftir kjarasamningum Eflingar-stéttarfélags. Einnig geta nemar í leikskólaliðanámi orðið félagar í starfi hópsins.

2. gr.

Faghópurinn starfar á grundvelli 16.gr. félagslaga Eflingar-stéttarfélags og samkvæmt samþykktum og starfsháttum sem hann setur og stjórn Eflingar-stéttarfélags staðfestir að höfðu samráði við trúnaðarráð.

3. gr.

Viðfangsefni faghópsins skulu vera:

  • Að stuðla að samheldni og gæta í hvívetna hagsmuna leikskólaliða m.a. með því að koma að gerð kjarasamninga fyrir hönd leikskólaliða.
  • Að gæta réttarstöðu leikskólaliða gagnvart opinberum aðilum s.s. samningsaðilum, gagnvart réttarstöðu á vinnumarkaði og í öðrum hagmunamálum.
  • Að vinna að innra félagsstarfi fyrir leikskólaliða
  • Vinna að menntamálum leikskólaliða, faglegri menntun þeirra og endurmenntun.
  • Að eiga samstarf við leikskólaliða og tengdar stéttir innan lands og utan.
  • Stjórn Faghóps leikskólaliða kemur fram gagnvart stjórn Eflingar í málum sem varða hann.

4. gr.

Faghópur leikskólaliða boðar til ársfundar allra félagsmanna sem halda skal eigi síðar en í apríl á ári hverju. Ársfundinn skal boða með minnst viku fyrirvara. Þar er kosin 5 manna stjórn úr hópi félaga til þess að leiða starf hópsins. Kjósa skal stjórnarmenn til tveggja ára í senn. Tilkynna skal stjórn Eflingar-stéttarfélags um kosningu stjórnar faghópsins.

5. gr.

Félagsfundi skal halda samkvæmt ákvörðun stjórnar og þegar erindi eða óskir leikskólaliða koma fram um það. Fundir eru lögmætir ef  löglega er til þeirra boðað. Fundarboðun skal fara fram með auglýsingum á vinnustöðum, tilkynningum til félagsmanna á rafrænu formi eða öðru formi sem hentar félagsmönnum.  Bóka skal gerðir allra funda faghópsins.

6. gr.

Á ársfundi skal greint frá starfi faghópsins sl. starfsár og lögð fram helstu mál sem eru til umfjöllunar og stefnumörkunar hjá faghópnum.

7. gr.

Fjármál og aðstaða. Efling-stéttarfélag sér faghópnum fyrir aðstöðu og er til stuðnings hópnum fjárhagslega í þeim verkefnum sem faghópurinn beitir sér fyrir.

8.gr.

Að öðru leyti er vísað til félagslaga Eflingar.

Fundargerðir ársfunda

  • Ársskýrsla faghóps leikskólaliða 2019
  • Ársskýrsla faghóps leikskólaliða 2018