Starfsmenntasjóðir

Fræðslusjóðir Eflingar og opinberra aðila voru sameinaðir árið 2025. Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Eflingar og opinberra launagreiðenda.

Sjóðurinn er fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá Reykjavíkurborg, öðrum sveitarfélögum og ríkinu ásamt öðrum þeim aðlum sem Efling gerir kjarasamninga við og taka mið af kjarasamningum fyrrgreindra aðila, svo sem hjúkrunarheimili, sjálfstætt starfandi leikskólar og Faxaflóahafnir.

Hægt er að senda umsóknir og fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Námskeið og fræðsla

Fjölmörg námskeið eru í boði fyrir félagsmenn Eflingar. Kynntu þér námsframboðið.

Réttindaflutningur milli starfsmenntasjóða

Fólk sem gengur í Eflingu úr öðru stéttarfélagi á kost á að sækja um flutning réttinda frá starfsmenntasjóði til þess nýja.

Náms- og starfsráðgjöf

Félagsmenn Eflingar stéttarfélags geta bókað viðtal hjá náms- og starfsráðgjöfum Mímis sér að kostnaðarlausu.