Veiðikortið

Nú er veiðikortið fyrir 2024 komið í hús og verður á sama verði til félagsfólks og undanfarin ár, eða aðeins kr. 6,000,- en fullt verð er kr. 9.900,-.

Efling er með kortið í sölu á skrifstofu félagsins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlof@efling.is ef félagsmaður vill fá kortið sent heim til sín og fær þá viðkomandi upplýsingar um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu. Hverjum félagsmanni býðst að kaupa 1 veiðikort á ári.

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa.

Nú gefst fólki loksins kostur á að tjalda við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.

5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Veiðikortinu.

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.

Frekari upplýsingar um kortið og fjölda vatna má fá á vefsíðunni veidikortid.is.

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:

  • Félagsfólk hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
  • Félagsfólk sem er komið á lífeyri eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) eða eiga tiltekinn punktafjölda