Upplýsingar fyrir leigutaka orlofshúsa

Ertu að fara í bústað? Þetta þarftu að vita:

Orlofshús Eflingar er sameign okkar félagsmanna.

Góð umgengni er okkar hagur!

• Munið að  hafa leigusamning meðferðis þegar farið er í orlofshús og lesa hann vel yfir. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur og leiguskilmála. Leigusamningur sendist sjálfkrafa á uppgefið tölvupóstfang eftir að gengið hefur verið frá greiðslu. En einnig má alltaf nálgast leigusamninginn rafrænt inn á mínum síðum undir „orlofskostir“.

• Á leigusamningi koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar og skilmálar sem mikilvægt er að kynna sér vel þegar farið er orlofshús. Þar er að finna upplýsingar um hvar nálgast má lykla, númer á lyklaboxum og öryggishliðum þar sem við á, komu- og brottfarartíma, símanúmer umsjónarmanns og fjölda svefnstæða. Vinsamlegast virðið uppgefin fjölda gistirýma í hverju húsi.

• Öllum húsum Eflingar fylgja efni til að þrífa, uppþvottalögur og burstar, gólfsápa og wc hreinsir. Gólfþveglar og moppur eru til staðar svo og kústar og ryksuga.

• Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllu sem því fylgir, frágangi og umgengni. Mikilvægt er að ganga vel frá og þrífa orlofshúsið við brottför. Ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns þarf að greiða þrifagjald. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og skal þrífa vel.

Við brottför:

– þrífa húsið, grillið og heita pottinn.
– ganga vel frá gluggum og hurðum, að allt sé lokað og læst.
– skila lykli til umsjónarmanns eða í lyklabox.
– ekki taka hita af húsinu við brottför.

Nauðsynlegt er að taka með lök, sængur- og koddaver, handklæði, viskastykki, borðtuskur, handsápu og salernispappír.

• Orlofshús og íbúðir Eflingar eru með svipuðum búnaði, ætluð fyrir 5 til 10 manns eftir stærð. Öll helstu eldhúsáhöld eru til staðar; ísskápur, eldavél og örbylgjuofn. Sængur, koddar, barnastóll og barnarúm, sturta, sjónvarp, útvarp og gasgrill.

• Leigutaka er óheimilt að framselja leigurétt sinn og dýrahald er bannað í orlofshúsum Eflingar nema að annað sé tekið fram á leigusamningi.  Brot á þessum reglum getur valdið því að viðkomandi félagsmaður verði útlokaður fá úthlutun framvegis.

• Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann vita strax við komu, áður en nokkuð er aðhafst. Ef vanhöld eru varðandi þrif getur komið til þess að húsið verði þrifið á kostnað síðasta leigutaka.

Ganga skal vel um svæðið og virða friðhelgi annarra. Öll óþarfa umferð og hávaði eftir kl. 24:00 er óheimil.