23. sep Kl — 16:00

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I

— Atburður liðinn — 23. sep 2024

Kennslutímabil: 23. september 2024 – 11. nóvember 2024
Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagar.
Kennslutími: 16:00 – 19:00
Lengd: Samtals 60 kennslustundir.

Ath. Kennslutíminn er til kl 19:30 þegar verkleg kennsla er.

Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.

Á fagnámskeiðinum I og II er  lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu á grænmetisfæði.

Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matsveina og matartækna.


Sótt er um í námskeiðin með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan.

Umsókn

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið – skráning (veturinn 2023-2024)
Staðfesta netfang :: Confirm email :: Potwierdź email
Ég vil skrá mig á fagnámskeið nr. :: I want to register for vocational course no. :: Chcę zarejestrować się na kurs zawodowy nr.
Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with the union’s privacy policy.