03. okt Kl — 15:00

Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I

— Atburður liðinn — 3. okt 2022

Kennslutímabil: 3. október – 23. nóvember 2022
Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagar.
Kennslutími: 15:00 – 17:30
Lengd: Samtals 60 kennslustundir.

Ath. Kennslutíminn er til kl 18:00 þegar verkleg kennsla er.

Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.

Á fagnámskeiðinum I og II er  lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu á grænmetisfæði.

Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matsveina og matartækna.


Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa í eldhúsum og mötuneytum og eru þeim að kostnaðarlausu.

Skráning er á vefnum, sjá eyðublað hér að neðan. Ef þið þurfið aðstoð við skráninguna getið þið haft samband við Eflingu-stéttarfélag í síma 510 7500.

Skráningareyðublað

Skráning í fagnámskeið Eldhúsa og mötuneyta
Staðfesta netfang / Confirm Email / Powtórz email
Ég vil skrá mig á fagnámskeið nr. / I want to register for vocational course nr./ Chcę zarejestrować się na kurs zawodowy nr.