13. sep Kl — 00:00

Framhaldsnám félagsliða – Heilabilun

— Atburður liðinn — 13. sep 2023

Kennslutímabil: 13 september – 13 desember 2023
Kennsludagar: Miðvikudagar kl. 12: 50 – 16:00

Náminu er meðal annars ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með heilabilanir. Fræðsla verður um mismunandi sérkenni og algengi heilabilunarsjúkdóma. Samskipti við sjúklinga og aðstandendur. Hlutverk og þjónusta hagsmunafélaga eru kynnt. Farið verður í vettvangsferðir og verkefni unnin eftir þær ferðir. Námsefni frá leiðbeinanda, myndbönd, annað efni kynnt í kennslustundum.

Námið er ætlað félagsliðum.

Sæktu um núna!

Námið er ætlað Eflingarfélögum sem vinna við umönnun. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir þá félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið:

https://www.mimir.is/is/nam/adrar-brautir/vidbotarnam-felagslida-um-heilabilun

Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann Efling2023 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.

Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.