25. mar Kl — 18:00

Samninganefndir opinbera vinnumarkaðarins: Kynningarfundur

— Atburður liðinn — 25. mar 2024

Efling – stéttarfélag boðar til kynningarfundar fyrir samninganefndir opinbera vinnumarkaðarins og opnar um leið fyrir nýjar tilnefningar félagsfólks til setu í nefndunum. Um er að ræða samninganefndir vegna kjarasamninga við eftirtalda aðila:

  • Reykjavíkurborg
  • Samband íslenskra sveitarfélaga (Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Ölfus, Hveragerðisbær, Mosfellsbær)
  • Ríkið (Landspítali og fleiri)
  • Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (hjúkrunarheimili og skyld starfsemi)

Kynningarfundurinn verður haldinn mánudaginn 25. mars klukkan 18:00 í Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1. Húsið opnar klukkan 17:30 og boðið verður upp á hressingu og drykki. Textatúlkun á skjá milli ensku og íslensku.

Félagar sem vilja tilnefna sig til setu í nefndinni eru beðnir um að koma á fundinn. Eyðublaðið hér fyrir neðan er bæði til að tilnefna sig til setu í nefndinni og staðfesta komu á fundinn:

Tiln samnnefnd op 2024
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur / Confirm email to prevent typing errors
Reynsla :: Experience