Efling stéttarfélag býður til fjarfunda um verkfallsundirbúning fyrir félagsfólk í ræstingageiranum. Félagar geta sótt fundi annað hvort klukkan 16:30 eða 20:00, eftir því hvað hentar þeim.
Efni fundanna er að útskýra yfirstandandi verkfallsatkvæðagreiðslu og svara helstu spurningum um verkfallsaðgerðir.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stýrir fundunum.
Dagsetning: Þriðjudagur 5. mars
Tímar: 16:30-17:15 og 20:00-20:45
Félagsmenn eru hvattir til að senda spurningar sem þeir vilja fá svarað á fundinum á netfangið felagsmal@efling.is.
Fundirnir fara fram á ensku.
Til að fá aðgang að fundinum er nauðsynlegt að skrá sig með eyðublaðinu hér fyrir neðan, og verður tengill þá sendur á netfang viðkomandi.