Auglýsing frá Kjörstjórn

11. 01, 2022

Stjórn og trúnaðarráð Eflingar-stéttarfélags hefur ákveðið að stjórnarkjöri í félaginu skuli lokið 15. febrúar 2022.

Vegna yfirstandandi faraldurs verður kosningin bæði rafræn og á kjörstað.

Kosning hefst 9. febrúar 2022 kl. 09:00 og lýkur kl. 20:00 þann 15. febrúar 2022.

Að þessu sinni skal kosið um embætti formanns, sjö stjórnarmanna til tveggja ára og tveggja skoðunarmanna reikninga auk eins til vara til tveggja ára.

Uppstillingarnefnd hefur verið að störfum í félaginu og mun listi stjórnar og trúnaðarráðs (A-listi) liggja frammi á skrifstofu félagsins innan skamms og vera auglýstur sérstaklega.

Öðrum listum skal skila inn eigi síðar en kl. 8:59 þann 2. febrúar 2022. Framboðslista skulu fylgja skriflegar staðfestingar þeirra sem skipa listann auk meðmæla a.m.k. 120 félagsmanna Eflingar-stéttarfélags. Það er á ábyrgð forsvarsmanna lista að ganga úr skugga um að frambjóðendur njóti kjörgengis og að allir meðmælendur séu fullgildir félagsmenn Eflingar-stéttarfélags.

Listum ber að skila til fulltrúa kjörstjórnar á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags Guðrúnartúni 1.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar gefur undirritaður.

Halldór Oddsson
Formaður Kjörstjórnar
s. 5355600 / halldoro@asi.is