Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu og BMI á Íslandi

28. 03, 2023

Við erum stolt að segja frá því að Efling sé jafnlaunavottaður vinnustaður. Í mars hlaut Efling jafnlaunavottun frá BSI á Íslandi á jafnlaunastaðalinn ÍST 85 og fékk í kjölfarið staðfestingu frá Jafnréttisstofu á jafnlaunavottun.

Jafnlaunavottunin staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunavottunin er í gildi frá 2023-2026.

Efling leggur mikið upp úr því að styðja jöfn laun og jafna möguleika fólks af öllum kynjum. Jafnréttisáætlun Eflingar gildir fyrir allt starfsfólk og miðar að því að Efling sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði ríki. Jafnréttisáætlun er kynnt almenningi á heimasíðu Eflingar og má nálgast hér.