Aðalfundur 2023

25. 04, 2023

Aðalfundur Eflingar árið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 4. maí kl 18:00. Fundurinn fer fram í Sykursal í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Staðsetningu salarins má sjá hér

Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Um dagskrá fundarins fer skv. 28. gr. laga Eflingar.  

Dagskrá: 

1. Skýrsla stjórnar. 
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
3. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs. 
4. Lagabreytingar ef tillögur liggja fyrir. 
5. Ákvörðun félagsgjalds, ef tillaga um breytingu liggur fyrir. 
6. Önnur mál. 

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Allir fullgildir Eflingarfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn en athygli er vakin á því að aðeins fullgildir Eflingarfélagar hafa setu- og atkvæðisrétt á fundinum. Hægt er að sækja um fullgildingu félagsaðildar í gegnum Mínar síður Eflingar

Eflingarfélagar eru beðnir að staðfesta komu með því að fylla inn eyðublað á vef félagsins.