Auglýsing um trúnaðarmenn og félagsfund hjá öryggisfyrirtækjum 

29. 09, 2023

Uppfært 6.10.23:

Þar sem ekki fengust frambjóðendur í flestar stöður trúnaðarmanna hjá öryggisfyrirtækjunum hefur verið ákveðið að framlengja framboðsfrest um 6 vikur og fresta áður auglýstri kosningu.

Nýjar dagsetningar eru:

  • Frestur til framboðs eða tilnefningar: 17. nóvember
  • Kosning hefst: 20. nóvember
  • Kosningu lýkur: 24. nóvember

Tölvupóstur þessa efnis verður sendur á félagsmenn hjá öryggisfyrirtækjunum sem eru með skráð netföng.

+ + + + + + +

Auglýsing um trúnaðarmenn 

Efling – stéttarfélag auglýsir eftir trúnaðarmönnum hjá fyrirtækjum sem starfa á sviði öryggisvörslu. Trúnaðarmenn vantar hjá eftirtöldum fyrirtækjum:* 

  •  Securitas hf. 
  •  Öryggismiðstöð Íslands hf. (Öryggismiðstöðin) 
  •  115 Security ehf. 

Trúnaðarmaður er fulltrúi Eflingarfélaga á vinnustaðnum gagnvart atvinnurekanda og er jafnframt tengiliður milli þeirra og félagsins. Trúnaðarmaður nýtur lagalegrar verndar og hefur rétt til að sinna starfinu og þjálfun vegna þess á vinnutíma. Efling býður upp á vönduð námskeið fyrir trúnaðarmenn sem haldin eru í hverjum mánuði yfir veturinn. 

Eflingarfélagar hjá þessum fyrirtækjum eru hvattir til að kynna sér á vef Eflingar hvað störf trúnaðarmanns fela í sér, og að hafa samband við skrifstofu félagsmála í gegnum netfangið felagsmal@efling.is ef spurningar vakna. 

Allir Eflingarfélagar sem starfa hjá fyrirtækjunum geta boðið sig fram í stöðu trúnaðarmanns. Frestur til að bjóða sig fram er til klukkan 10:00 föstudaginn 6. október 17. nóvember og skal framboði skilað á netfangið felagsmal@efling.is. Heimilt er að tilnefna annan en sjálfan sig, en viðkomandi þarf að samþykkja að bjóða sig fram. 

Rafræn kosning milli þeirra sem buðu sig fram mun hefjast kl. 14:00 föstudaginn 6. október mánudaginn 20. nóvember og ljúka klukkan 12:00 á hádegi þriðjudaginn 10. október föstudaginn 24. nóvember. 

Sameiginlegur félagsfundur öryggisvarða 

Samhliða auglýsingu eftir trúnaðarmönnum verður haldinn sameiginlegur félagsfundur fyrir alla Eflingarfélaga hjá öryggisfyrirtækjunum.  

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. október klukkan 16:45 í Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1. Á dagskrá eru:  

  1. Kjara- og réttindamál öryggisvarða.
  2. Komandi kjarasamningsviðræður við SA.
  3. Hlutverk trúnaðarmanns og hvernig hann er skipaður.
  4. Önnur mál.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stýrir fundi. 

Boðið verður upp á hressingu og drykki. Textatúlkun verður á skjá milli ensku og íslensku. 

Við biðjum þá sem ætla sér að mæta á fundinn vinsamlega að skrá sig fyrirfram hér.

*Auglýsingin gildir einnig fyrir önnur fyrirtæki á sviði öryggisvörslu sem ekki eru talin upp hér.