Svona skilar þú inn gögnum í gegnum Mínar síður

15. 09, 2023

Á Mínum síðum getur félagsfólk skilað inn gögnum sem nauðsynleg eru fyrir úrvinnslu mála hjá Vinnuréttindasviði Eflingar.

Efling vinnur sífellt að því að bæta rafrænu þjónustuna til að auðvelda félagsfólki að skila inn gögnum, gera þjónustuna aðgengilegri og flýta fyrir úrvinnslu hvers máls.

Þetta er mikil hagsbót fyrir félagsfólk sem getur nú tekið saman þessi gögn og sent á þeim tíma sem hentar þeim best. Þetta gerir þjónustu skrifstofunnar mun aðgengilegri fyrir félagsfólk þar sem hægt er að senda gögn rafrænt í stað þess að þurfa að hafa samband á opnunartíma skrifstofu. Mínar síður sýna einnig stöðu mála, þannig að þegar gögn hafa verið móttekin og yfirfarin þá uppfærist staða máls. Þetta eykur líka gagnaöryggi þar sem gögn sem berast í gegnum Mínar Síður eru skráð í á öruggan hátt í skjalamálakerfi Eflingar.

Til þess að skila inn gögnum er farið inn á Mínar síður efst á vefsíðunni, smellt á „Mín mál“ og valið „Innsend erindi“. Þar er hægt að skila inn gögnum eins og ráðningarsamningum, launaseðlum, bankayfirliti, staðgreiðsluskrám frá yfirvöldum, samskiptum við atvinnurekanda, uppsagnarbréf og fleira.

Frekari leiðbeiningar um gagnaskil í gegnum Mínar síður má sjá á hlekknum hér fyrir neðan.