Veiðikortið í jólapakkann

14. 12, 2023

Vantar þig jólagjöf fyrir veiði- eða útivistar áhugamanneskjuna?

Efling býður félagsfólki að kaupa veiðikortið fyrir árið 2024 á aðeins 6.000 kr, en fullt verð á kortinu er 9.900 kr. Hverjum félagsmanni býðst að kaupa 1 veiðikort á ári hjá félaginu. 5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Veiðikortinu.

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa.

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.

Hægt er að nálgast kortið á skrifstofu Eflingar að Guðrúnartúni 1 en ekki er unnt að senda kortið í pósti svo það náist á áfangastað fyrir jól.