Auglýst eftir tilnefningum til setu í samninganefnd gagnvart hjúkrunarheimilum

Sá góði árangur sem Efling hefur náð í kjarasamningum síðustu misseri byggir á þátttöku félagsfólks. Félagið hefur notið þess að stórir hópar öflugs og kjarkmikils fólks hefur gefið kost á sér til starfa í samninganefndum, sem og í öðru starfi félagsins.

Nú er komið að kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Kjarasamningaviðræður er lang mikilvægasta leiðin til að ná fram bættum kjörum fyrir launafólk. Árangur við að bæta eigin kjör verður best tryggður með því að taka þátt í starfi stéttarfélagsins, ekki síst með setu í samninganefnd.

Því er skorað á félagsfólk sem starfar hjá hjúkrunarheimilum og öðrum fyrirtækjum í velferðarþjónustu að tilnefna sig til setu í samninganefndinni.