Afpantanir og breytingar á leigusamningi

Afpantanir og breytingar á leigusamningi

Fyrir breytingar á leigusamningi fyrir orlofshús er tekið bókunargjald að upphæð 1.500 kr. Ef leigutaki óskar eftir að skila inn eða breyta leigusamningi þarf að senda beiðni með tölvupósti á orlof@efling.is með upplýsingum um nafn og kennitölu leigutaka ásamt samningsnúmeri.

  • Leigjandi getur afbókað hús allt að 14 dögum fyrir dvöl gegn fullri endurgreiðslu að frádregnu bókunargjaldi. Endurgreitt er inná reikning sem leigjandi er með skráðan.
  • Leigjandi getur afbókað hús allt að 7 dögum fyrir dvöl gegn 50% endurgreiðslu að frádregnu bókunargjaldi. Endurgreitt er inn á reikning sem leigjandi er með skráðan.
  • Ef næst að endurleigja húsið í tæka tíð fæst 75% endurgreiðsla að frádregnu bókunargjaldi.
  • Ef leigusamningi er skilað inn seinna (minna en 7 daga fyrirvara) er ekki um neina endurgreiðslu að ræða.

Veður/ófærð

Komist leigjandi ekki í bústað vegna veðurs/ófærðar ber að senda tilkynningu um það áður en leigutími hefst með tölvupósti á netfangið orlof@efling.is Forsenda fyrir endurgreiðslu vegna veðurs er að Veðurstofan hafi gefið út viðvörun. Ferðalög til og frá orlofshúsum eru alfarið á ábyrgð leigjanda og Efling greiðir ekki kostnað sem leigjandi kann að verða fyrir vegna slæmra veðurskilyrða. Mikilvægt er að kynna sér veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað.

  • Endurgreitt er að fullu.

Veikindi

Senda þarf tilkynningu á netfangið orlof@efling.is áður en leigutími hefst og Orlofssjóði er jafnframt heimilt að fara fram á að leigutaki framvísi læknisvottorði.

  • Endurgreitt er að fullu að frádregnu upphafsgjaldi sem kemur fram á leigusamningi.

Endurgreitt er inná reikning sem leigjandi er með skráðan.

Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst.