Afpantanir og breytingar á leigusamningi

Afpantanir og breytingar á leigusamningi

Fyrir afpöntun eða breytingar á leigusamningi fyrir orlofshús er tekið bókunargjald að upphæð 1.500 kr. Ef leigutaki óskar eftir að skila inn eða breyta leigusamningi þarf að senda beiðni með tölvupósti á orlof@efling.is með upplýsingum um nafn og kennitölu leigutaka ásamt samningsnúmeri.

  • Ef skilað er með meira en viku fyrirvara fæst full endurgreiðsla að frádregnu 1500 kr. bókunargjaldi inná reikning leigutaka.
  • Ef leigusamningi er skilað inn seinna (með innan við viku fyrirvara) og ekki næst að endurleigja eignina er ekki um neina endurgreiðslu að ræða.

Veður/ófærð

Komist leigutaki ekki í bústað vegna veðurs/ófærðar ber að senda tilkynningu um það áður en leigutími hefst með tölvupósti á netfangið orlof@efling.is Forsenda fyrir endurgreiðslu vegna veðurs er að Veðurstofan hafi gefið út viðvörun. Ferðalög til og frá orlofshúsum eru alfarið á ábyrgð leigutaka og Efling greiðir ekki kostnað sem leigutaki kann að verða fyrir vegna slæmra veðurskilyrða. Mikilvægt er að kynna sér veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað.

  • Endurgreitt er að fullu að frádregnu 1500 kr. bókunargjaldi.

Veikindi

Senda þarf tilkynningu á netfangið orlof@efling.is áður en leigutími hefst og Orlofssjóði er jafnframt heimilt að fara fram á að leigutaki framvísi læknisvottorði.

  • Endurgreitt er að fullu að frádregnu 1500 kr. bókunargjaldi.

Endurgreitt er með millifærslu og upplýsingar um reikningsnúmer leigutaka þurfa að fylgja með beiðninni.

Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst.