Leiðbeiningar um gagnaskil

Mikilvægt er að safna saman gögnum fyrir úrvinnslu mála hjá Vinnuréttindasviði Eflingar.

Senda skal gögnin á netfangið: vinnurettindi@efling.is

Hér fyrir neðan eru hlekkir á leiðbeiningar fyrir hvernig á að afla þeirra gagna sem Vinnuréttindasvið þarf til að meta mál þitt:


  1. Upplýsingablað
  • Mikilvægt er að fylla út þetta skjal svo vinnsla málsins gangi hraðar fyrir sig. Þú getur hlaðið skjalinu niður hér fyrir neðan.

2. Ráðningarsamningur

  • Ef enginn ráðningarsamningur er til staðar þá þarf að taka það fram í tölvupóstinum.

3. Launaseðlar – Síðustu 6 mánuðir

  • Hægt er að nálgast launaseðla hjá atvinnurekanda eða rafrænt í gegnum netbanka.
  • Ef engir launaseðlar eru til staðar þá þarf að taka það fram í tölvupóstinum.

4. Bankayfirlit – Greiðslur frá atvinnurekanda

Hægt er að nálgast bankayfirlit yfir launagreiðslur frá atvinnurekanda hjá bankanum þínum.

Leiðbeiningar fyrir:

5. Staðgreiðsluskrá RSK

6. Tímaskráningar

  • Skráningar yfir allar unnar klukkustundir hjá atvinnurekanda. Dæmi: Laugardagur, 10. febrúar: 8:00 – 16:00
  • Ef tímaskráningar hjá atvinnurekanda eru í gegnum Tímon þá er best fara inn á notendaaðganginn þinn þar og hala niður tímaskýrslunni sem Excel skjali.
  • Ef tímaskráningar fara ekki fram í Tímon þá mælum við með að fylla út þetta Excel skjal hér fyrir neðan með tímaskráningunum, til að flýta fyrir úrvinnslu málsins.

7. Samskipti við atvinnurekanda

  • Gott er að taka saman öll skrifleg samskipti við atvinnurekanda, raða í tímaröð og vista í eitt skjal.
  • t.d. Skjáskot af rafrænum samskiptum.

8. Uppsagnarbréf

  • Uppsögn skal alltaf vera skrifleg (bréf formi, tölvupóstur eða samskiptamiðlar).
  • Ef ekkert uppsagnarbréf er til staðar þarf að taka það fram.

9. Vottorð frá lækni

  • Á aðeins við ef um er að ræða veikindi, vinnuslys eða atvinnusjúkdóm.

10. Staðfesting frá Sjúkratryggingum Íslands

  • Á aðeins við ef um er að ræða vinnuslys. Skila þarf inn staðfestingu frá Sjúkratryggingum Íslands að búið sé að tilkynna slysið. Frekari upplýsingar er að finna hér.