Leiðbeiningar um gagnaskil

Mikilvægt er að safna saman gögnum fyrir úrvinnslu mála hjá Vinnuréttindasviði Eflingar.

Senda skal gögnin á netfangið: vinnurettindi@efling.is

Hér fyrir neðan eru hlekkir á leiðbeiningar fyrir hvernig á að afla þeirra gagna sem Vinnuréttindasvið þarf til að meta mál þitt:

1. Umboð og upplýst samþykki

  • Með undirritun sinni samþykkir félagsmaðurinn að Efling taki við persónuupplýsingum um hann sem geta innihaldið almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar, vinni með gögnin og upplýsingarnar, miðli gögnunum til þriðja aðila, visti gögnin með rafrænum og hefðbundnum hætti í skjalakerfi stéttarfélagsins, vinni með gögnin eins og þurfa þykir og eyði þeim að notkun lokinni.
  • Staðfestir félagsmaðurinn að upplýsingar hans á mínum síðum séu réttar og uppfærðar.
  • Heimilar félagsmaður Eflingu að sækja gögn um hann, til þriðja aðila, gerist þess þörf til að vinna í máli félagsmanns.
  • Þú getur hlaðið skjalinu niður hér fyrir neðan.

2. Upplýsingablað

    • Mikilvægt er að fylla út þetta skjal svo vinnsla málsins gangi hraðar fyrir sig. Þú getur hlaðið skjalinu niður hér fyrir neðan.

    3. Ráðningarsamningur

    • Ef enginn ráðningarsamningur er til staðar þá þarf að taka það fram í tölvupóstinum.

    4. Launaseðlar – Síðustu 6 mánuðir

    • Hægt er að nálgast launaseðla hjá atvinnurekanda eða rafrænt í gegnum netbanka.
    • Ef engir launaseðlar eru til staðar þá þarf að taka það fram í tölvupóstinum.

    5. Bankayfirlit – Greiðslur frá atvinnurekanda

    Hægt er að nálgast bankayfirlit yfir launagreiðslur frá atvinnurekanda hjá bankanum þínum.

    Leiðbeiningar fyrir:

    6. Staðgreiðsluskrá RSK

    7. Tímaskráningar

    • Skráningar yfir allar unnar klukkustundir hjá atvinnurekanda. Dæmi: Laugardagur, 10. febrúar: 8:00 – 16:00
    • Ef tímaskráningar hjá atvinnurekanda eru í gegnum Tímon þá er best fara inn á notendaaðganginn þinn þar og hala niður tímaskýrslunni sem Excel skjali.
    • Ef tímaskráningar fara ekki fram í Tímon þá mælum við með að fylla út þetta Excel skjal hér fyrir neðan með tímaskráningunum, til að flýta fyrir úrvinnslu málsins.

    8. Samskipti við atvinnurekanda

    • Gott er að taka saman öll skrifleg samskipti við atvinnurekanda, raða í tímaröð og vista í eitt skjal.
    • t.d. Skjáskot af rafrænum samskiptum.

    9. Uppsagnarbréf

    • Uppsögn skal alltaf vera skrifleg (bréf formi, tölvupóstur eða samskiptamiðlar).
    • Ef ekkert uppsagnarbréf er til staðar þarf að taka það fram.

    10. Vottorð frá lækni

    • Á aðeins við ef um er að ræða veikindi, vinnuslys eða atvinnusjúkdóm.

    11. Staðfesting frá Sjúkratryggingum Íslands

    • Á aðeins við ef um er að ræða vinnuslys. Skila þarf inn staðfestingu frá Sjúkratryggingum Íslands að búið sé að tilkynna slysið. Frekari upplýsingar er að finna hér.