Orlofshús

Mosar, Reykholt Biskupstungum

Suðurland – Allt árið

 • Ein vika38.449 kr
 • Ein helgi 21.621 kr
 • Komutími 17:00
 • Brottför 12:00

Húsnæði

11 hús 100m2 4 herbergi 8 svefnpláss

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Uppþvottavél
 • Þvottavél
 • Þurrkari
 • Þráðlaust net
 • Heitur pottur

Lýsing

Ný og glæsileg orlofshús í Stóra Fljóti, Reykholti í Biskupstungum. Staðsetningin er einstök, á fallegum útsýnisstað suð-austan við þéttbýliskjarnann í Reykholti þar sem víðsýnt er yfir Suðurland og til Flúða.

Svæðið er skipulagt sem íbúðarbyggð þannig að aðgengi er eins og best verður á kosið og öll hönnun og skipulag húsanna er þannig úr garði gerð að njóta megi sem best þess stórkostlega útsýnis sem staðurinn býður upp á.

Lýsing:
Húsin eru um 100 fm., bárujárnsklædd og með steyptum pöllum í kring. Þau eru vel skipulögð að innan þannig að rýmið nýtist sem best. Inngangur er á hlið húsanna og inn af forstofu er bjart og gott alrými með stórum útsýnisgluggum á suðurhlið og hátt til lofts. Í alrýminu er eldhús, eyja, borðstofa og stofa og úr eldhúsi er útgengt á pallinn. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu. Í hjónaherbergi eru tvö samliggjandi rúm 90 cm. á breidd hvort og eitt barnarúm. Í tveimur herbergjum eru tvö einbreið rúm í hvoru herbergi, 80 cm. á breidd hvert (þ.e. fjögur rúm samtals í báðum herbergjum). Í fjórða herberginu eru tvö rúm, annað 120 cm á breidd og hitt 90 cm. Gistirými og sængur og koddar fyrir 8 manns.

Baðherbergin eru tvö, bæði með sturtu og úr því stærra er útgengt á pallinn og í heita pottinn. Allur helsti útbúnaður fylgir, þ.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, uppþvottavél, gasgrill, þvottavél og þurrkari og nettenging. Einnig öll ræstiefni og áhöld. Mjög gott útisvæði við húsin, steyptur pallur með útihúsgögnum, gasgrilli og potti. Skjólveggurinn er með gluggum svo njóta megi útsýnisins úr heita pottinum.

 Sjá skilmála

Upplýsingar
Lyklabox er við útidyrahurð – lyklanúmer kemur fram á samningi.
ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Leiga
Vikuverð: 38.449 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 21.621 kr.

Annað/svæðið:
Í næsta nágrenni og í göngufæri er þjónustukjarni þar sem m.a. er að finna mjög góða sundlaug, verslun, gróðurhús og vinsæla veitingastaði, þeir þekktustu eru Friðheimar og Mika. Þar er einnig félagsheimilið Aratunga sem margir eiga góðar minningar frá. Í Reykholti hefur lengi verið þéttbýliskjarni sem myndaðist í kringum jarðhitasvæðið, þar búa um 200 manns og mikil garðyrkjustarfsemi og svo þjónusta við byggðina og ferðamenn. Reykholt er á Gullna hringnum og því stutt í allar helstu náttúruperlur og dýragarðurinn Slakki er örstutt frá.

Skoða á Google maps: