Allt launafólk hefur rétt á lágmarksorlofi í ákveðinn fjölda daga, eða launalausu hafi þeir ekki áunnið sér réttinn. Lágmarksorlof er mismunandi á milli kjarasamninga en það er yfirleitt á bilinu 24 til 30 dagar. Öllu launafólki ber að fá greidd orlofslaun ofan á launin sín samkvæmt lögum. Orlofslaun eru að lágmarki 10,17% af öllum launum sem jafngildir 24 orlofsdaga á ári miðað við fulla vinnu. Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl ár hvert. Reglur um orlof er að finna í kjarasamningum.
Hér má lesa um orlofsrétt hjá mismunandi geirum:
Orlofsréttur á almenna markaðnum
Félagsfólk sem vinnur á almennum markaði starfar hjá einkafyrirtækjum, að undanskildum störfum í gisti- og veitingahúsum.
Orlofsréttur hjá hjúkrunarheimilum
Á við fyrir félagsfólk sem starfar á hjúkrunarheimilum sem eru undir kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu; Dvalarheimilið Ás, Heilsuvernd Vífilsstöðum, Eir, Grund,Hamrar hjúkrunarheimili, Hlíðabær, Hrafnista, Múlabær, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð (Vigdísarholt), Fríðuhús og Drafnarhús.
Starfsfólk á hjúkrunarheimilunum Seljahlíð og Droplaugarstöðum eru undir kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar.
Orlofsréttur hjá öðrum sveitarfélögum
Á við um félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögunum: Hveragerði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Sveitarfélaginu Ölfusi.
Orlofsréttur hjá Hótel og veitingahúsum (almenni)
Á við um félagsfólk sem starfar hjá veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi.
Orlofsréttur hjá Reykjavíkurborg
Á við um félagsfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg
Orlofsréttur hjá ríkinu
Á við um félagsfólk sem starfar hjá ríkinu