Rafræn samskipti

Hægt er að sækja nánast alla þjónustu hjá Eflingu með rafrænum hætti á mínum síðum.

Einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið: efling@efling.is og hringja í síma 510-7500

Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja sér þjónustu og er starfsfólk reiðubúið að svara fyrirspurnum og aðstoða félagsmenn eftir því sem þarf.

MÍNAR SÍÐUR
Innskráning inn á mínar síður er með rafrænum skilríkjum.

 • Hægt að sækja um styrki úr sjóðum félagsins með auðveldum hætti
 • Hægt að sjá hve mikinn rétt til helstu styrkja félagsmenn eiga inni.
 • Hægt að sjá yfirlit um iðgjöld til félagins
 • Hægt að uppfæra nauðsynlegar persónuupplýsingar

SJÚKRASJÓÐUR
Kynntu þér styrki og sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði.

Sótt er um styrki og sjúkradagpeninga inn á mínum síðum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á sjukrasjodur@efling.is.

Gögn sem þurfa að fylgja umsóknum um styrki:

 • Skannað afrit eða ljósmynd af greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala kaupanda og seljanda og hvað verið er að greiða fyrir.
 • Í einstaka tilfellum þarf að skila inn launaseðlum eða öðrum gögnum og munu starfsmenn sjúkrasjóðs þá láta vita.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um sjúkradagpeninga:

 • Sjúkradagpeningavottorð – hægt er að biðja heilsugæslu/lækni að senda það beint til Eflingar í bréfpósti. ATH, ekki er æskilegt að senda sjúkradagpeningavottorð í tölvupósti.
 • Starfsvottorð frá atvinnurekanda
 • Síðasta launaseðil

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um dánarbætur:

 • Útfyllt umsóknareyðublað, sjá hér
 • Yfirlit um framvindu skipta frá sýslumanni
 • Umboð frá öðrum erfingjum, ef leggja á styrkinn inn á reikning erfingja

FRÆÐSLUSJÓÐUR

Kynntu þér styrki úr fræðslusjóði.

Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is

Gögn sem þurfa að fylgja umsóknum um styrki:
Skannað afrit eða ljósmynd af frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.

Félagsmenn sem eru á skrá hjá Vinnumálastofnun þurfa einnig að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn.

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið sem tekið er erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku og eins þarf að vera sundurliðuð kostnaðarskipting.

ORLOFSSJÓÐUR

Kynntu þér þjónustu orlofssjóðs.
Til að sækja um orlofshús í sumarúthlutun eða bóka hús í vetrarleigu bendum við á bókunarvefinn á mínum síðum. Þar er einnig hægt að sækja um gistiafslætti.

Vegna miða- kortasölu eða annarra erinda má senda tölvupóst á orlof@efling.is með upplýsingum um nafn og kennitölu. Leyst verður úr öllum erindum eins fljótt og hægt er.

VINNURÉTTINDI

Vinnuréttindasvið sinnir margvíslegum verkefnum í tengslum við kjarabaráttu félagsmanna og veitir ráðgjöf og aðstoð.

Hægt er að senda fyrirspurnir á vinnurettindi@efling.is og atvinnurekendur geta sent sínar fyrirspurnir á atvinnulif@efling.is