Launakjör og réttindi

Sérhæft fiskvinnslufólk með viðbótarnámskeið og 7 ára starfsaldur hjá sama fyrirt.

Sérhæft fiskvinnslufólk með viðbótarnámskeið og 7 ára starfsaldur hjá sama fyrirt. arrow_forward   Almenni vinnumarkaðurinn SA   Sérhæft starfsfólk með viðbótarnámskeið og 7 ára starfsaldur hjá sama fyrirt.

Lágmarkslaun Launaflokkur 11

 DagvinnaYfirvinnaStórhátíðarkaup
Byrjunarlaun2.559,19 kr.4.606,62 kr.6.099,28 kr.
1 ár í starfi2.584,78 kr.4.652,69 kr.6.160,28 kr.
3 ár í starfi2.623,55 kr.4.722,47 kr.6.252,68 kr.
5 ár í starfi2.676,02 kr.4.816,93 kr.6.377,73 kr.

Gildir frá 1. apríl 2024

Allar launatöflur

Önnur kjör og réttindi

Uppsagnarfrestur

Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 …

Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.

Skýring: Sé starfsmanni sem unnið hefur hjá atvinnurekanda samfellt í tvö ár sagt upp til dæmis 12. mars, þá hefur hann bæði rétt á og skyldu til að vinna í tvo mánuði frá mánaðamótunum mars/apríl. Væri hans síðasti starfsdagur því 31. maí.

Eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki öðlast starfsmaður við;
55 ára aldur – 4 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.
60 ára aldur – 5 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.
63 ára aldur – 6 mánaða uppsagnarfrestur m.v. mánaðamót.

Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.
Uppsagnir skulu vera skriflegar.

Atvinnurekanda ber að greiða áunnið ógreitt orlof og er það oftast gert í lok uppsagnarfrests. Atvinnurekandi þarf einnig að greiða orlofs- og desemberuppbætur í samræmi við starfstíma og starfshlutfall á árinu.

Veikindaréttur/veikindaréttur v. barna

Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda greiðast tveir dagar á staðgengislaunum fyrir hvern unninn mánuð. Eftir eins árs samfellt starf …

Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda greiðast tveir dagar á staðgengislaunum fyrir hvern unninn mánuð.

Eftir eins árs samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum.

Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum.

Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum, einn mánuður með fullu dagvinnukaupi (þ.e. dagvinnulaun, bónus og vaktaálög) og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

ATH: eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki halda starfsmenn hluta af veikindarétti sínum þó þeir fari til annarra starfa.

Veikindaréttur er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili. ATH: að sá fjöldi veikindadaga sem starfsmaður hefur nýtt undangengna 12 mánuði dregst frá áunnum dagafjölda.

Launahugtök:
Staðgengislaun – eins og mætt hefði verið til vinnu
Dagvinnukaup – dagvinna, álög o.s.frv. en ekki yfirvinna
Dagvinnulaun – tímafjöldi sem unninn hefði verið greiddur með dagvinnu, þ.e. ekki álög og yfirvinna.

Veikindaréttur vegna barna:

Fyrstu 6 mánuði í starfi: 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð
Eftir 6 mánuði í starfi: 12 dagar á hverju 12 mánaðara tímabili.

Veikindaréttur barna miðast við börn yngri en 13 ára. Á einnig við um börn undir 16 ára aldri sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einn dag eða lengur.

Að tilkynna veikindi

Skylda atvinnurekanda til greiðslu launa í veikindum vegna sjúkdóma og slysa er háð því að launþegi hafi tilkynnt um veikindin með réttum hætti eins og lög og kjarasamningar kveða á um. Þegar forföll ber að höndum vegna sjúkdóma er nauðsynlegt að launamaður tilkynni atvinnurekanda það svo fljótt sem við verður komið. Oft er tekið fram við ráðningu starfsmanns með hvaða  hætti hann skuli tilkynna veikindi. Eðlilegt er að þau séu tilkynnt yfirboðara, verkstjóra eða skrifstofustjóra eða þeim sem annast starfsmannahald.

Óeðlilegt er að gera þær kröfur til sjúkra starfsmanna að þeir tilkynni veikindi á fleiri en einn stað. Atvinnurekandi á að geta sinnt frekara tilkynningarhlutverki og upplýsingahlutverki innan vinnustaðar. Atvinnurekandi á ekki að setja svo stífar reglur um tilkynningar um veikindi að fólki sér gert óþarflega erfitt fyrir. Hér verður að sýna sanngirni. Til dæmis er ekki hægt að svipta mann veikindarétti vegna þess að honum var ókleift að tilkynna veikindi fyrir hádegi á fyrsta dag veikinda.

Það er jafnframt álit ASÍ að atvinnurekendum sé ekki heimilt að skilyrða greiðslur launa í veikindaforföllum við tilkynningu veikinda til sérstakra fyrirtækja á sviði heilsuverndar. Slíkar reglur ganga ekki framar ákvæðum kjarasamninga sem að jafnaði mæla fyrir um tilkynningu til næsta yfirmanns. 

Orlofsréttur

Lágmarksorlofslaun eru 10,17% af öllum launum. Frá og með 1. maí 2024 breytist orlofsávinnsla sem hér segir …

Lágmarksorlofslaun eru 10,17% af öllum launum.

Frá og með 1. maí 2024 breytist orlofsávinnsla sem hér segir (orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025).

  • Starfsmaður sem hefur náð 22 ára aldri og starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og orlofslaunum sem nema 10,64%
  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 26 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,11%.

Frá og með 1. maí 2025 breytist orlofsávinnsla sem hér segir (orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026).

  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.

Þá á hver starfsmaður sem unnið hefur 10 ár hjá sama fyrirtæki rétt á 30 daga orlofi og orlofslaunum sem nema 13,04%. Þann rétt eiga starfsmenn með 10 ára starfsaldur nú þegar og er hann óbreyttur á næsta orlofsári.

Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl ár hvert. Sumarorlofstímabil er frá 2. maí til 30. september. Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur.

Stórhátíðardagar og aðrir frídagar

Á Íslandi eru 16 lögbundnir frídagar sem skiptast í frídaga og stórhátíðardaga. Stórhátíðardagar Öll aukavinna á …

Á Íslandi eru 16 lögbundnir frídagar sem skiptast í frídaga og stórhátíðardaga.

Stórhátíðardagar

  • Nýársdagur
  • Föstudagurinn langi
  • Páskadagur
  • Hvítasunnudagur
  • 17. júní
  • Aðfangadagur, eftir kl. 12.00
  • Jóladagur
  • Gamlársdagur, eftir kl. 12.00

Öll aukavinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Aðrar reglur geta gilt um starfsfólk í vaktavinnu.

Aðrir frídagar

  • Skírdagur
  • Annar í páskum
  • Uppstigningardagur
  • Sumardagurinn fyrsti
  • 1. maí
  • Annar í hvítasunnu
  • Annar í jólum
  • Fyrsti mánudagur í ágúst

Öll aukavinna á öðrum frídögum er greidd með yfirvinnukaupi, 80% hærra en dagvinnukaup eða 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Aðrar reglur geta gilt um starfsfólk í vaktavinnu.

Laun ungmenna

Starfsmenn 16 og 17 ára sem vinna skv. bónuskerfi í fiskvinnslu, eða í fiskvinnslu þar sem …

Starfsmenn 16 og 17 ára sem vinna skv. bónuskerfi í fiskvinnslu, eða í fiskvinnslu þar sem tekin hefur verið upp föst bónusgreiðsla vegna þess að afköst eru vélstýrð, skulu ekki taka lægri laun en skv. 18 ára taxta.

Starfsmenn 18 og 19 ára í sömu störfum skulu ekki taka lægri laun en byrjunarlaun 20 ára.

Lágmarkshvíld

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 …

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 6:00.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

Sé starfsmaður sérstaklega beðinn að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð ber honum uppbótarhvíld sem nemur 1 og 1/2 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist.

Starfsmaður skal hafa a.m.k. einn vikulegan frídag og skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi.

Desemberuppbót

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hver.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi 1. desember- 30. nóvember eiga rétt á fullri uppbót eða í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Uppbótin er föst fjárhæð, orlof reiknast ekki ofan á hana.

Fullt ársstarf er m.v. 45 vikur, að orlofi frádregnu. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða er í starfi fyrstu viku í desember eiga rétt á uppbótinni.

Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.

  • Full desemberuppbót 2023, er 103.000 kr.
  • Full desemberuppbót 2024 er 106.000 kr.
  • Full desemberuppbót 2025 er 110.000 kr.
  • Full desemberuppbót 2026 er 114.000 kr.
  • Full desemberuppbót 2027 er 118.000 kr
ios_share
106.000 kr. Full uppbót árið 2024 fyrir fulla vinnu

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót greiðist 1. júní ár hvert.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí  – 30. apríl ár hvert, eiga rétt á fullri uppbót eða í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð, orlof reiknast ekki ofan á hana.

Fullt ársstarf m.v. 45 vikur að orlofi frádregnu. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða er í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbót.

Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.

  • Full orlofsuppbót 2023 er 56.000 kr.
  • Full orlofsuppbót 2024 er 58.000 kr
  • Full orlofsuppbót 2025 er 60.000 kr
  • Full orlofsuppbót 2026 er 62.000 kr
  • Full orlofsuppbót 2027 er 64.000 kr
ios_share
58.000 kr. Full uppbót árið 2024 fyrir fulla vinnu
close

Eitthvað

Suspendisse non rhoncus odio. Vestibulum lacinia justo neque, ut ornare justo eleifend eget. Maecenas aliquam, lacus sed aliquet cursus, nibh lacus viverra turpis, a ultricies lectus dui in mi. Praesent in nisi ac mi pretium interdum. Pellentesque augue dui, finibus vestibulum lacinia eget, hendrerit ac lorem. Nunc dictum ante nec enim commodo, non condimentum neque laoreet. Fusce commodo lacus in quam interdum cursus.