Select Page

Trúnaðarmenn

Félagið leggur mikla áherslu á að bjóða trúnaðarmönnum fræðslu á sviði kjara- og félagsmála og koma til þeirra nýjustu upplýsingum hverju sinni. Samkvæmt samningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri félagsmenn.

Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að lög og samningar séu haldnir á vinnustaðnum og vera tengiliður starfsmanna við stéttarfélagið. En við höfum einnig þróað nám í starfs- og námsráðgjöf fyrir trúnaðarmenn þar sem við undirbúum þá til að geta verið samstarfsmönnum innan handar vilji þeir bæta við sig námi.

Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Eflingar og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.

Hagnýt námskeið fyrir trúnaðarmenn eru haldin með reglulegu millibili og eiga þeir samningsbundinn rétt til að sækja þessi námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við  yfirmann sinn.  Yfirlit yfir trúnaðarmannanámskeið má nálgast hér.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Eflingar til að fá frekari upplýsingar um starf trúnaðarmanns.

Sækja eyðublað – tilkynning um trúnaðarmann

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere