500 undirskriftir afhentar Grundarheimilunum 

20. 11, 2023

Starfsmenn Grundarheimilanna í Hveragerði afhentu í dag stjórnendum heimilanna samstöðuyfirlýsingu með yfir 500 undirskriftum. Þar var nýlegri hópuppsögn mótmælt og þess krafist að hún verði dregin til baka. 

Starfsmennirnir fjölmenntu til fundarins með Gísla Páli Pálssyni stjórnarformanni og Karli Óttari Einarssyni framkvæmdastjóra Grundarheimilanna. Fundurinn var haldinn í fundarsal Dvalarheimilisins Ás í Hveragerði. Með Eflingarfélögum á fundinum voru Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Ólason sérfræðingur á skrifstofu félagsins. 

Texti undirskriftasöfnunarinnar var svohljóðandi: „Við undirrituð lýsum samstöðu með starfsfólki Grundarheimilanna í Hveragerði sem sagt var upp störfum. Við tökum undir kröfu þeirra um að uppsagnirnar verði dregnar til baka.“ Samtals söfnuðust 520 dagsettar undirskriftir, sem starfsmenn Grundarheimilanna söfnuðu sjálfir meðal gesta og íbúa í Hveragerði. 

Áður hafði starfsfólk Grundarheimilanna hitt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra þar sem hann var hvattur til að beita sér fyrir því að uppsögnin verði dregin til baka. Trúnaðarráð Eflingar hefur mótmælt uppsögnunum harðlega og félagsmennirnir sjálfir hafa stigið fram í kynningarefni