Upplýsingar um kjarasamning Eflingar og SA 2024-2028

Um kjarasamninginn

Kjarasamningur milli Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins er hluti af Stöðugleika- og velferðar samningnum 2024 – 2028. Kjarasamningurinn hefur þau meginmarkmið að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og einnig að efla tilfærslukerfi heimila landsins.  

Launahækkun

Launahækkun er afturvirk frá 1. febrúar 2024. 

Fyrir 100% starf er hækkun að lágmarki 23.750 kr. eða 3,25% 

Afturvirkni

Kjarasamningur á almenna markaðnum gildir frá 1. febrúar, sem þýðir að atvinnurekandi þarf að greiða starfsmanni með marslaunum þær hækkanir sem koma ofan á febrúarlaun. 

Hækkanir á orlofs- og desemberuppbótum 

Samkvæmt samningnum munu orlofs- og desemberuppbætur hækka á samningstímanum.

Orlof

Í samningunum eru orlofsréttindi félagsfólks aukin. Allir Eflingarfélagar sem hafa unnið í 6 mánuði eða lengur í starfsgrein og eru eldri en 22 ára fá nú 25 daga lágmarksorlof, en orlof þeirra var áður 24 dagar.