Réttindi í sjóðum Eflingar við atvinnumissi og gagnlegar ábendingar um félagslega og fjárhagslega aðstoð

Ertu atvinnulaus – áttu rétt á styrk?

– Gættu réttinda þinna og nýttu þá þjónustu og sjóði sem Efling hefur upp á að bjóða.

Þeir félagsmenn Eflingar sem verða fyrir atvinnumissi og þiggja atvinnuleysisbætur þurfa að halda áfram að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum til Eflingar. Með því viðhalda þeir áunnum réttindum í sjóðum félagsins og geta áfram sótt um styrki í sjúkra- og fræðslusjóð og pantað sér orlofshús.

Sjúkrasjóður

  • Þú viðheldur rétti til að sækja um styrki hafir þú greitt samfellt í sex mánuði af launaðri vinnu til Eflingar áður en þú varðst atvinnulaus.
  • Þú viðheldur rétti til að sækja um sjúkradagpeninga hafir þú greitt samfellt í sex mánuði af launaðri vinnu til Eflingar áður en þú varðst atvinnulaus.
  • Verðir þú veikur á atvinnuleysisbótum getur þú átt rétt á sjúkradagpeningum í allt að þrjá mánuði.

Sjá nánar

Fræðslusjóður

  • Til að sækja um styrk þarft þú að hafa greitt í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum og að hafa verið félagsmaður á þeim tíma sem nám/námskeið var sótt.
  • Eftir að þú hættir að vinna og greiða til Eflingar hefur þú 3 mánuði frá því þú hættir að greiða til félagsins til að skila inn umsókn.
  • Ef þú ert á skrá hjá Vinnumálastofnun þarftu að skila inn staðfestingu um styrkupphæð frá stofnuninni með umsókn, óháð því hvort styrkur frá VMST var veittur eða ekki .

Sjá nánar

Orlofssjóður

  • Til að kaupa kort, gjafabréf og fá niðurgreiðslu á gistingu innanlands þarftu að hafa greitt til Eflingar samfellt í sex mánuði.
  • Ef þú ert á atvinnuleysisbótum þarftu að halda áfram að greiða til Eflingar til að viðhalda réttindum til að leigja orlofshús.

Sjá nánar

Við minnum einnig á að nýta ykkur þá þjónustu sem ykkur stendur til boða hjá Eflingu.

Má þar benda á:

  • Lögfræðiaðstoð fyrir félagsmenn Eflingar á þriðjudögum , Guðrúnartúni 1, s. 510 7500.
  • Kjaramálasvið aðstoðar ef þú telur á þér brotið.

Ráðgjafastofa innflytjenda

  • Ertu ný flutt/ur til Íslands? Eða ennþá að aðlagast? Ertu með spurningu eða vantar þig aðstoð?

Hér geta inn­flytj­end­ur sem setj­ast að hér á landi fengið upp­lýs­ing­ar um allt sem við kem­ur rétt­ind­um þeirra og skyld­um sem ný­bú­ar á Íslandi.
Sími: 456 7555

Ertu í fjárhagsvanda?

Við fáum sífellt fleiri fyrirspurnir frá Eflingarfélögum vegna seinkunar í afgreiðslu umsókna um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Margir hafa misst vinnuna og eru komnir í fjárhagsvandræði vegna heimsfaraldursins. Við viljum gjarnan hjálpa þessum hóp eins og við getum.

Jafnvel þó við getum lítið gert til að breyta álaginu á Vinnumálastofnun getum við veitt hjálparhönd með öðrum hætti.  Ef þig grunar að brotið hafi verið á kjarasamningsbundnum réttindum þínum og vinnuveitandi þinn skuldi þér laun ættir þú að hafa samband við skrifstofu Eflingar (Kjaramál).

Við viljum vekja athygli þína á á lögbundinni skyldu sveitarfélagsins þíns til að veita einstaklingum í neyð fjárhagsaðstoð og að þú getur sótt um fjárhagsaðstoð til þess ef þú átt ekki rétt á atvinnuleysisbótum.

Hér má sækja um fjárhagsaðstoð:


Stöndum saman gegn ofbeldi – heimilið á að vera griðarstaður

Ert þú í aðstæðum þar sem þú telur heilsu þinni eða öryggi ógnað vegna ofbeldis af  hendi nákomins fjölskyldumeðlims? Á Íslandi býðst fólki sem býr við ofbeldi fjölbreytt ráðgjöf og stuðningur til þess að komast út úr slíkum aðstæðum.

Ofbeldi getur verið af margvíslegum toga og í hverju tilfelli er oft um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmis konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir. Ofbeldi í nánum samböndum er ferli sem oft er lýst sem ákveðnum ofbeldishring þar sem spennan í sambandinu magnast upp, endar með einhvers konar sprengingu þar sem ofbeldið versnar, svo fellur allt í dúnalogn þegar gerandi biðst afsökunar og jafnvel lofar að gera þetta aldrei aftur. Eftir það fylgir oft tímabil þar sem allt fellur í ljúfa löð. Svo byrjar spennan aftur að byggjast upp og hringurinn rúllar.

Það eru ótal leiðir til þess að fá aðstoð og margt af því er hægt að nýta sér ókeypis. Eina sem þú þarf að gera er að hafa samband og segjast þurfa hjálp. Þú getur hringt of sjaldan en aldrei of oft.