Um kjarasamninginn
Nýundirritaður kjarasamningur milli Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins er hluti af Stöðugleika- og velferðar samningnum 2024 – 2028. Kjarasamningurinn hefur þau meginmarkmið að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og einnig að efla tilfærslukerfi heimila landsins.
Skoða meira
Skrifað var undir kjarasamning á milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þann 7. mars síðastliðinn. Samningurinn felur í sér bætt kjör og réttindi Eflingarfélaga næstu fjögur árin. Samningurinn rennur út í lok janúar 2028.
Kynningarefni um kjarasamninginn
Skoða kjarasamninga og launatöflur:
Skoða annað kynningarefni:
Launahækkun
Launahækkun er afturvirk frá 1. febrúar 2024.
Fyrir 100% starf er hækkun að lágmarki 23.750 kr. eða 3,25%
Skoða meira
Hækkanir yfir samningstímann eru eftirfarandi:
1. febrúar 2024 | 3,25% | Að lágmarki 23.750 kr. |
1. janúar 2025 | 3,50% | Að lágmarki 23.750 kr. |
1. janúar 2026 | 3,50% | Að lágmarki 23.750 kr. |
1. janúar 2027 | 3,50% | Að lágmarki 23.750 kr. |
Launatöflur eru aðgengilegar í samningnum og verða uppfærðar á efling.is verði samningurinn samþykktur.
Sérstakar hækkanir hjá ræstingafólki
Frá og með 1. febrúar 2024 raðast störf við ræstingu í launaflokk 8 en voru áður í launaflokki 6.
Sérstök viðbótargreiðsla, ræstingarauki, verður greiddur frá 1. ágúst 2024. Ræstingaraukinn er 19.500 kr. sérgreiðsla á mánuði miðað við 100% starf. Greiðslan er til viðbótar við hækkanir á launatöflu.
Aðrar breytingar
- Aukið næturálag hjá starfsfólki veitingahúsa 00:00-05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags.
- Breytingar á trúnaðarmannakaflanum.
- Aukin vernd starfsfólks sem leggur fram athugasemdir við aðbúnað og aðstæður á vinnustað.
Sjá nánar um aðrar breytingar hér:
Afturvirkni
Kjarasamningur á almenna markaðnum gildir frá 1. febrúar, sem þýðir að atvinnurekandi þarf að greiða starfsmanni með marslaunum þær hækkanir sem koma ofan á febrúarlaun.
Skoða meira
Þegar afturvirknin er greidd þá er mikilvægt að skoða launaseðilinn sinn vel.
Það sem hefur breyst með nýjum kjarasamning er eftirfarandi:
- Hækkun á launatöflum
- 23.750 kr. hækkun að lágmarki
- Samsvarandi hækkanir á öllu tímakaupi (dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu)
- Laun sem eru fyrir ofan launatöflur hækka um 3,50% en þó aldrei minna en 23.750 kr.
- 3,50% hækkun á kjaratengdum liðum frá 1. febrúar (þar er átt við t.d. bónusa í fiskvinnslu og aðrar sérgreiðslur sem eru í kjarasamningum)
- Ræstingarstörf hækka í launaflokk 8
Launatafla frá 1. febrúar 2025
Launaflokkur | Byrjunarlaun | 1 ár | 3 ár | 5 ár |
Launaflokkur 4 | 449.735 | 454.232 | 461.045 | 470.266 |
Launaflokkur 5 | 452.343 | 456.866 | 463.719 | 472.993 |
Launaflokkur 6 | 454.967 | 459.517 | 466.410 | 475.738 |
Launaflokkur 7 | 457.606 | 462.182 | 469.115 | 478.497 |
Launaflokkur 8 | 460.260 | 464.863 | 471.836 | 481.273 |
Launaflokkur 9 | 462.930 | 467.559 | 474.572 | 484.063 |
Launaflokkur 10 | 465.615 | 470.271 | 477.325 | 486.872 |
Launaflokkur 11 | 468.316 | 472.999 | 480.094 | 489.696 |
Launaflokkur 12 | 471.032 | 475.742 | 482.878 | 492.536 |
Launaflokkur 13 | 473.764 | 478.502 | 485.680 | 495.394 |
Launaflokkur 14 | 476.512 | 481.277 | 488.496 | 498.266 |
Launaflokkur 15 | 479.276 | 484.069 | 491.330 | 501.157 |
Launaflokkur 16 | 482.056 | 486.877 | 494.180 | 504.064 |
Launaflokkur 17 | 484.852 | 489.701 | 497.047 | 506.988 |
Launaflokkur 18 | 487.664 | 492.541 | 499.929 | 509.928 |
Launaflokkur 19 | 490.492 | 495.397 | 502.828 | 512.885 |
Launaflokkur 20 | 493.337 | 498.270 | 505.744 | 515.859 |
Launaflokkur 21 | 496.198 | 501.160 | 508.677 | 518.851 |
Launaflokkur 22 | 499.076 | 504.067 | 511.628 | 521.861 |
Launaflokkur 23 | 501.971 | 506.991 | 514.596 | 524.888 |
Launaflokkur 24 | 504.882 | 509.931 | 517.580 | 527.932 |
Hækkanir á orlofs- og desemberuppbótum
Samkvæmt samningnum munu orlofs- og desemberuppbætur hækka á samningstímanum.
Skoða meira
Hækkanir á desember- og orlofsuppbótum 2024-2028:
Orlofsuppbót | Desemberuppbót | |
2024 | 58.000 kr. | 106.000 kr. |
2025 | 60.000 kr. | 110.000 kr. |
2026 | 62.000 kr. | 114.000 kr. |
2027 | 64.000 kr. | 118.000 kr. |
Orlof
Í samningunum eru orlofsréttindi félagsfólks aukin. Allir Eflingarfélagar sem hafa unnið í 6 mánuði eða lengur í starfsgrein og eru eldri en 22 ára fá nú 25 daga lágmarksorlof, en orlof þeirra var áður 24 dagar.
Skoða meira
- Breytingar á orlofsávinnslu gilda frá 1. maí 2024
- Starfsmaður sem er 22 ára eða eldri og hefur starfað í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á:
- 25 virkum dögum í orlof
- Orlofslaunum sem nema 10,64%
- Starfsmaður sem hefur unnið í 5 ára í sama fyrirtæki skal eiga rétt á:
- 26 virkum dögum í orlof
- Orlofslaunum sem nema 11,11%
- Orlofsávinnsla þeirra sem unnið hafa í 5 ár í sama fyrirtæki breytist svo aftur frá 1. maí 2025 þannig að þeir eiga rétt á:
- 28 virkum dögum í orlof
- Orlofslaun sem nema 12,07%