Upplýsingar um kjarasamning Eflingar og SA 2024-2028

Um kjarasamninginn

Nýundirritaður kjarasamningur milli Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins er hluti af Stöðugleika- og velferðar samningnum 2024 – 2028. Kjarasamningurinn hefur þau meginmarkmið að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og einnig að efla tilfærslukerfi heimila landsins.  

Skoða meira

Skrifað var undir kjarasamning á milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þann 7. mars síðastliðinn. Samningurinn felur í sér bætt kjör og réttindi Eflingarfélaga næstu fjögur árin. Samningurinn rennur út í lok janúar 2028. 

Launahækkun

Launahækkun er afturvirk frá 1. febrúar 2024. 

Fyrir 100% starf er hækkun að lágmarki 23.750 kr. eða 3,25% 

Skoða meira

Hækkanir yfir samningstímann eru eftirfarandi:

1. febrúar 20243,25%Að lágmarki 23.750 kr.
1. janúar 20253,50%Að lágmarki 23.750 kr.
1. janúar 20263,50%Að lágmarki 23.750 kr.
1. janúar 20273,50%Að lágmarki 23.750 kr.

Launatöflur eru aðgengilegar í samningnum og verða uppfærðar á efling.is verði samningurinn samþykktur.

Sérstakar hækkanir hjá ræstingafólki 

Frá og með 1. febrúar 2024 raðast störf við ræstingu í launaflokk 8 en voru áður í launaflokki 6. 

Sérstök viðbótargreiðsla, ræstingarauki, verður greiddur frá 1. ágúst 2024. Ræstingaraukinn er 19.500 kr. sérgreiðsla á mánuði miðað við 100% starf. Greiðslan er til viðbótar við hækkanir á launatöflu. 

Aðrar breytingar 

  • Aukið næturálag hjá starfsfólki veitingahúsa 00:00-05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags. 
  • Breytingar á trúnaðarmannakaflanum. 
  • Aukin vernd starfsfólks sem leggur fram athugasemdir við aðbúnað og aðstæður á vinnustað. 

Sjá nánar um aðrar breytingar hér: 

Afturvirkni

Kjarasamningur á almenna markaðnum gildir frá 1. febrúar, sem þýðir að atvinnurekandi þarf að greiða starfsmanni með marslaunum þær hækkanir sem koma ofan á febrúarlaun. 

Skoða meira

Þegar afturvirknin er greidd þá er mikilvægt að skoða launaseðilinn sinn vel. 

Það sem hefur breyst með nýjum kjarasamning er eftirfarandi: 

  • Hækkun á launatöflum 
    • 23.750 kr. hækkun að lágmarki 
    • Samsvarandi hækkanir á öllu tímakaupi (dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu) 
  • Laun sem eru fyrir ofan launatöflur hækka um 3,50% en þó aldrei minna en 23.750 kr. 
  • 3,50% hækkun á kjaratengdum liðum frá 1. febrúar (þar er átt við t.d. bónusa í fiskvinnslu og aðrar sérgreiðslur sem eru í kjarasamningum) 
  • Ræstingarstörf hækka í launaflokk 8 

Launatafla frá 1. febrúar 2025

 LaunaflokkurByrjunarlaun1 ár3 ár5 ár
Launaflokkur 4449.735454.232461.045470.266
Launaflokkur 5452.343456.866463.719472.993
Launaflokkur 6454.967459.517466.410475.738
Launaflokkur 7457.606462.182469.115478.497
Launaflokkur 8460.260464.863471.836481.273
Launaflokkur 9462.930467.559474.572484.063
Launaflokkur 10465.615470.271477.325486.872
Launaflokkur 11468.316472.999480.094489.696
Launaflokkur 12471.032475.742482.878492.536
Launaflokkur 13473.764478.502485.680495.394
Launaflokkur 14476.512481.277488.496498.266
Launaflokkur 15479.276484.069491.330501.157
Launaflokkur 16482.056486.877494.180504.064
Launaflokkur 17484.852489.701497.047506.988
Launaflokkur 18487.664492.541499.929509.928
Launaflokkur 19490.492495.397502.828512.885
Launaflokkur 20493.337498.270505.744515.859
Launaflokkur 21496.198501.160508.677518.851
Launaflokkur 22499.076504.067511.628521.861
Launaflokkur 23501.971506.991514.596524.888
Launaflokkur 24504.882509.931517.580527.932

Hækkanir á orlofs- og desemberuppbótum 

Samkvæmt samningnum munu orlofs- og desemberuppbætur hækka á samningstímanum.

Skoða meira

Hækkanir á desember- og orlofsuppbótum 2024-2028:

OrlofsuppbótDesemberuppbót
202458.000 kr.106.000 kr.
202560.000 kr.110.000 kr.
202662.000 kr.114.000 kr.
202764.000 kr.118.000 kr.

Orlof

Í samningunum eru orlofsréttindi félagsfólks aukin. Allir Eflingarfélagar sem hafa unnið í 6 mánuði eða lengur í starfsgrein og eru eldri en 22 ára fá nú 25 daga lágmarksorlof, en orlof þeirra var áður 24 dagar. 

Skoða meira

  • Breytingar á orlofsávinnslu gilda frá 1. maí 2024 
  • Starfsmaður sem er 22 ára eða eldri og hefur starfað í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á: 
    • 25 virkum dögum í orlof 
    • Orlofslaunum sem nema 10,64% 
  • Starfsmaður sem hefur unnið í 5 ára í sama fyrirtæki skal eiga rétt á: 
    • 26 virkum dögum í orlof 
    • Orlofslaunum sem nema 11,11% 
  • Orlofsávinnsla þeirra sem unnið hafa í 5 ár í sama fyrirtæki breytist svo aftur frá 1. maí 2025 þannig að þeir eiga rétt á: 
    • 28 virkum dögum í orlof 
    • Orlofslaun sem nema 12,07%