Kynning á helstu breytingum á kjörum ræstingarfólks (glærur)

Efling hefur útbúið kynningarefni þar sem farið er yfir helstu breytingar sem nýr kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins (SA) mun hafa í för með sér fyrir kjör ræstingarfólks. Kynningarefnið má finna í meðfylgjandi glærupakka í þessari frétt.

Breytingarnar eiga við um alla sem starfa við ræstingar hjá ræstingarfyrirtækjum og sem ráðnir eru beint af einkafyrirtækjum. Þær eiga ekki við um þernur á hótelum eða þá sem vinna hjá hinu opinbera. 

Allt starfsfólk við ræstingar færist upp um tvo launaflokka og fær sömu launahækkanir og aðrir félagsmenn Eflingar. Laun munu að lágmarki hækka um 24.306 krónur á ári og um 97.224 krónur á samningstímanum. Auk þess bætist við sérstakur mánaðarlegur ræstingarauki frá og með ágúst næstkomandi upp á 19.500 krónur. Ræstingaraukinn telur ekki inn í dagvinnukaup. 

Frekari útskýringar og kynning á breytingunum sem nýr kjarasamningur hefur í för með sér fyrir ræstingarfólk má sjá hér að neðan í glærukynningunum.

English version of the slide show can be found here.
Spanish version of the slide show can be found here.
Polish version of the slide show can be found here.